Björn Birgisson, samfélagsrýnir úr Grindavík, trúði varla sínum eigin augum á leik Breiðabliks og KR í körfubolta. Af þeim 10 leikmönnum sem eru inni á vellinum í einu voru ansi margir þeirra af erlendum uppruna. Raunar voru þeir svo margir að Björn spyr:
„Hvar eru allir góðu íslensku leikmennirnir?“
Máli sínu til stuðnings ákvað Björn að taka skjámynd af vefsíðu KKÍ, Körfuknattleikssambands Íslands. Við myndina segir hann:
„Breiðablik að leika við KR í Subway deildinni. Eins og sjá má eru ekki margir íslenskir piltar inni á vellinum þegar skjámyndin var tekin. Flest liðin eru með 3-5 erlenda leikmenn innanborðs og þá spyr maður: „Hvar eru allir góðu íslensku leikmennirnir?“