Hjalti Búi Önnuson er alvarlega veikur eftir að hann fékk streptókokkasýkingu í vöðva sem leiddi til fjöllíffærabilunar. Hann er 36 ára og fjögurra barna faðir. Nýverið eignaðist hann sitt annað barn saman með Eddu Báru Höskuldsdóttur, sem er í fæðingarorlofi.
Söfnun fyrir fjölskyldu Hjalta hefur verið sett á stað hans bíður erfið endurhæfing á Grensás næstu fimm mánuði.
Birna Björnsdóttir, vinkona Eddu Báru og Hjalta, setti söfnunina á stað og segir Birna veikindin hafa verið mikið áfall og álag á fjölskylduna.
„Hjalti var í blóma lífsins, hörku duglegur og mikill gleðigjafi. Álagið var mikið á fjölskyldunni fyrir þetta áfall sem á þau skall og strembnir tímar framundan. Hann var í mikilli hættu og honum haldið sofandi á gjörgæsludeild, með mikinn hita, sýkingu og miklar líffærabilanir. Hjartað var komið að þrotum, nýru störfuðu ekki sem skyldi, lungu og svo mætti lengi telja,“ segir Birna og bætir við: