Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Þrettán hestar felldir en eigandinn fær samt að halda hross: „Þau eru í mínum huga rúin trausti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á mánudaginn tilkynnti Matvælastofnun hrossaeiganda á Borgarnesi um vörslusviptinu en var hún framkvæmd í gær. Tólf hrossanna voru send í sláturhús en eitt aflífað á staðnum. Hestakonan sem tilkynnti málið upprunalega, segist ekki treysta eftirlitsmönnum Mast.

Mannlíf hefur fjallað líkt og aðrir fjölmiðlar, um afar slæma meðferð á hrossum á Borgarnesi eftir að hestakonan Steinunn Árnadóttir vakti athygli á málinu og birti ljósmyndir af hrossunum sem höfðu ekki fengið að fara út í heilt ár og voru þar að auki grindhoruð. Mat Matvælastofnun ástandið á þrettán hrossum svo slæmt að ekki þyldu aðgerðir nokkra bið og því fór sem fór.

Sjá einnig: Hrossin í Borgarnesi bíða dauðans: „Feldurinn er ekki í lagi fyrir veturinn og auðvitað grindhoruð“

10 hross í viðkvæmu ástandi

Lögreglan var kölluð á staðinn fyrir rúmum mánuði þegar grunur vaknaði um vanrækslu á málleysingjunum. Þá hafði Mast verið ítrekað látin vita án þess að nokkuð hafi verið gert.

Fram kemur í tilkynningu á vef MAST í morgun að framkvæmd hafi verið vörusviptin í gær og ákveðið að fella þrettán hross. Segir þar að hrossin hafi verið í mjög slæmum holdum og sum hver gengin úr hárum. „Að teknu tilliti til árstíma var tekin sú ákvörðun að senda tólf hross samdægurs í sláturhús en eitt var aflífað á staðnum.“

- Auglýsing -

Mast mat hins vegar svo að önnur trippi hafi verið í ástættanlegum holdum líkt og það var orðað og þeim skilað aftur í hendur eiganda síns. Þó voru tíu þeirra metin í viðkvæmu ástandi og skulu njóta sérstakrar umhirðu.

„Málið er því enn til meðferðar hjá stofnuninni þar sem kröfum um úrbætur verður fylgt eftir,“ segir í tilkynningu MAST.

Rúin trausti

- Auglýsing -

Mannlíf heyrði í Steinunni Árnadóttur, hestakonunni sem fyrst vakti athygli á þessu hryllilega máli og bað hana um álit á ákvörðun Mast.

„Það var nauðsynlegt að fella þessa vesalinga. Þau gátu engan veginn lifað af veturinn í því ástandi sem þau voru. Mér þykir slæmt að 10 hross sem er sögð í viðkvæmu ástandi voru send aftur í hendur á eigendum. Er þeim treystandi fyrir þessum þegar búið er að fella 13 stk frá þeim vegna vanvirðu og vanfóðrunar ? Set stórt spurningarmerki við það. Ennfremur treysti ég ekki eftirlitsaðilum til að fylgjast með. Þau eru í mínum huga rúin trausti.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -