Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

„Svo fallegt að sjá tjáningu hjá öðrum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Claessen heldur skemmtikvöld á laugardag á Hótel Kríunesi á Vatnsenda, þar sem hún blandar saman skemmtun með söng, uppistandi og dansi og fær síðan alla út á dansgólfið eftir að hafa kennt þeim grunnspor dansins.

 

„Þetta er í annað sinn sem ég held slíkt kvöld á Kríunesi, það fyrsta var í október og þá fékk ég tilfinningu fyrir fólkinu sem mætti, stemningunni og staðnum,“ segir Anna. „Ég byrja á blöndu af uppistandi, söng og dansi í um það bil klukkustund. Síðan heldur kvöldið áfram með dansiballi til kl. 23 um kvöldið og jafnvel aðeins lengur.“

Anna hefur kennt dans frá unglingsaldri.

Hvernig var mætingin á fyrsta kvöldið? „Rosagóð og það var líka gaman að sjá hvað fólk tók mikinn þátt. Mér finnst gaman að efla fólk og sjá hverjir mæta en það var fólk frá tvítugu upp í sextugt. Ég vil eiginlega mest að fólk njóti sín og skemmti sér og kvöldið er hugsað þannig. Maður er allt of mikið í símanum og ræktar ekki sambönd sín yfirhöfuð. Vinasambönd, sambandið við sjálfan sig og hvað þá sambandið við makann.“

Hefur kennt dans frá 16 ára aldri

Anna er danskennari í World Class, og hefur kennt dans frá 16 ára aldri og er því með grunnsporin í flestum dönsum á hreinu. „Mér finnst mjög gaman að fá byrjendur og kenna þeim grunnsporin þannig að þeim líði vel á dansgólfinu. Fólk er stundum hrætt og heldur að það geti ekki dansað, það kunna allir að dansa, bara misvel. Það eru allir með sinn stíl og hreyfa sig á mismunandi hátt. Það er svo fallegt að sjá tjáninguna hjá öðrum. Fólk þorir að fara á dansgólfið eftir að hafa lært grunnsporin.“

Kríunes kjörið fyrir Íslendinga í helgarfríi

- Auglýsing -

„Hótelið er rosalega fallegt, gullfallegt útsýni yfir Elliðaárvatn og mér fannst tilvalið að vera með skemmtikvöld þarna. Það eru klikkuð norðurljós yfir hótelinu,“ segir Anna og bætir við að kjörið sé fyrir Íslendinga að mæta á Kríunes í helgarfrí. Kríunes hefur verið rekið í yfir 20 ár, en gekkst undir breytingar í fyrra og þá kom nýbygging við húsið. „Eldri byggingin er í mexíkóskum stíl, sem er mjög töff, en nýbyggingin er í skandinavískum og nútímalegum stíl. Þetta er eins og að koma í tvo heima,“ segir Anna og bætir við að best sé að bóka borð fyrir laugardagskvöldið í síma 567-2245.

Myndir / Aðsendar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -