Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Netverjar æfir vegna fréttar RÚV: „Sagði enginn bara „Heyrðu er þetta ekki of langt gengið?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Að fréttamaður spyrji 12 ára stúlku, sem hefur sætt grimmilegu ofbeldi í heilt ár, hvort hún geti „fyrirgefið“ ofbeldisfólkinu, það er óhæfa,“ segir rithöfundurinn Illugi Jökulsson á Facebook. Þar á hann við frétt RÚV í gærkvöldi þar sem rætt var við 12 ára gamalt fórnarlamb eineltis og ofbeldis í Hafnarfirði.

Illugi er alls ekki sáttur: „Tala nú ekki um strax daginn eftir að ofbeldið og eineltið enduðu með skelfingu. Hin sífellda spurning og oft krafa um að þolendur ofbeldis „fyrirgefi“, hún er í sjálfu sér óhæfa.“

Sjá einnig: Dóttir Sædísar reyndi að svipta sig lífi eftir einelti í Hafnarfirði:„Hún er enn þá uppi á spítala“

Tólf ára dóttir Sædísar Hrannar Samúelsdóttur dvelur nú á sjúkrahúsi eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. Hún hefur orðið fyrir langvarandi einelti í Hafnarfirði og ofbeldi af hálfu jafnaldra sinna og hefur stúlkan unga ekki mætt í skólann lengi.

Illugi og fleiri netverjar furða sig á því að RÚV hafi rætt við hið unga fórnarlamb hins grimma ofbeldis í Hafnarfirðinum. Guðmundur Jörundsson fatahönnuður er meðal þeirra sem er æfur á Twitter vegna fréttaflutnings RÚV:

„Það er gjörsamlega sturlað að 12 ára barn sé sett í þá stöðu að tekið sé við það sjónvarpsviðtal um eigin sjálfsvígstilraun. Hvernig getur það gerst að enginn stöðvi þetta? Sagði enginn bara heyrðu er þetta ekki of langt gengið?,“ spyr Guðmundur.

- Auglýsing -

 

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -