Gríðarlegar verðhækkanir hafa orðið á matvöru undanfarið ár. Matarreikningur fólks hefur tekið stórfelldum hækkunum svo munar 300 þúsundum króna í aukin útgjöld á ári. Þetta kemur í ljós í verðkönnun sem Mannlíf gerði í byrjun mánaðarins. Mannlíf bar saman núverandi verð við könnun sem ASÍ gerði 8.sept 2021. Þar kemur í ljós að einstakar vörur hafa hækkað um allt að 42 prósent. Höggið er mikið fyrir stórar fjölskyldur sem þurfa að mæta hækkunum með hærri tekjum eða sársaukafullum niðurskurði.
Niðurstöðurnar er að finna í nýjasta tölublaði Mannlífs sem kemur út í dag. Tímaritið er að finna hér og er einnig dreift ókeypis í verslunum Bónuss, Hagkaupa og á N1, á höfuðborgarsvæðinu.