Laugardagur 23. nóvember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Rögnu á Laugabóli minnst: „Hún upplifði meiri sorg en nokkur maður á að þurfa að þola“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragna var kona sem erfitt er að lýsa. Hún var ein af þeim sem raunverulega bar hag allra fyrir brjósti, sérstaklega þeirra sem hrösuðu í lífsins hlaupi. Hún upplifði meiri sorg en nokkur maður á að þurfa að þola, aldrei hætti hún þó að trúa á það góða.

Ég var um átta ára þegar ég hitti Rögnu fyrst á Laugabóli. Pabbi var að skrifa enn eina bókina og ég fylgdi honum flestar hans ferðir eins og tryggur hundur. Ég var fyrirferðalítið barn. Það þýddi oftast ekki fyrir utanaðkomandi fólk að reyna að eiga samskipti við mig, ég horfði á það með andúð og svaraði engu. Ég óskaði þess bara að fá að hlusta, forvitnin var mikil og ég dáðist að reynslusögum fullorðinna sem virtust kunna á þetta furðulega líf. Saga Rögnu var þar engin undantekning. Ég sat og hlustaði á hana þylja sögur af missi, sorg og ótrúlegri þrautseigju. Pabbi spurði spurninga, Ragna svaraði og ég hlustaði. Þannig gekk þetta.

Það leið ekki að löngu þar til Ragna var búin að brjótast inn fyrir þessa þykku skel mína og fljótt var ég farin að líta á hana sem aðra ömmu. Hún tók alltaf svo vel á móti mér, líkt og öðrum sem fengu að vera hjá henni.

Ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið Rögnu inn í líf mitt. Árin liðu og eftir að ég fullorðnaðist elti ég pabba minna. Ég hitti Rögnu þó nokkrum sinnum síðastliðin ár og ég veit að hún var tilbúin að fara. Hennar lífsskeiði var lokið. Eftir sitja minningarnar um magnaða konu sem bætti líf svo margra. Ég hlakka til að hitta hana hinum megin við brúnna og heyra nýjar sögur.

Harpa Mjöll Reynisdóttir.

Útför Rögnu Aðalsteinsdóttur fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag kl. 11. Streymt verður frá athöfninni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -