Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-3.9 C
Reykjavik

„Ég rifja þetta upp fullur af skömm, sektarkennd og jafnvel sjálfsfyrirlitningu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég ætla að rifja upp atvik sem átti sé stað sennilega árið 1982. Ég rifja þetta upp fullur af skömm, sektarkennd og jafnvel sjálfsfyrirlitningu.“

Svo hefst frásögn bassaleikarans Jakobs Smára Magnússonar, sem hefur spilað með hljómsveitum svo sem Tappi Tíkarass, Grafík og SSSól, á Facebook. Jakob segir þar frá því þegar hann spilaði með Sævari Ciesielski á Litla Hrauni fyrir fjórum áratugum. Jakob segir sig þá hafa framið stórglæp, þó flestir myndu varla taka svo sterkt til orða.

Hér fyrir neðan má lesa frásögn Jakobs.

Þannig var að hljómsveitin Tappi Tíkarrass fór á Litla Hraun til að spila fyrir fangana. Allt gott og blessað með það. Þegar við höfðum lokið við að spila okkar sett buðum við föngunum að taka með okkur smá djamm, því þarna voru nú einhverjir sem kunnu á hljóðfæri og hefðu kannski gaman af að spila smá. Sævar Ciesielski var einn þeirra og fékk hann gítar í hönd og við spiluðum blús. Og þar kemur glæpurinn sem ég framdi innan veggja fangelsisins.

Þannig var að ég notaði svokallaðan chorus pedal mikið á bassann á þessum tíma enda vinsælll effekt meðal bassaleikara í þá tíð. Mér fannst góð hugmynd að kveikja í chorusnum þegar talið var í blúsinn og spilaði því rólegan blús, í G minnir mig, með vaðandi chorus á bassanum. Algjörlega smekklaust og óviðeigandi, sérstaklega á stað sem þessum þar sem menn eru jú að taka út sína refsingu og þurfa ekki frekari pyntingum að halda.

Ég skil ekki enn þann dag í dag að ég skuli ekki hafa verið stoppaður af, rifinn af mér chorusinn og ég jafnvel laminn í hausinn með pedalnum. Eða bara hreinlega hent í einangrun. Það hefði alla vega ekki átt að hleypa mér út úr fangelsinu.

- Auglýsing -

Hvað hef ég svo mér til málsbóta ? Ekkert, nákvæmlega ekkert. Mér finnst ég ekki getað skýlt mér á bakvið aldur. Ekki var ég í annarlegu ástandi. Nei, ég á mér engar málsbætur. Mér þykir þó rétt að rifja þetta upp til að losa mig við þetta og biðja alla sem á hlýddu afsökunar. Þetta gerist ekki aftur.

Fyrir þá sem ekki vita hvað chorus er bendi ég til dæmis á hljómsveitina Cure eða meðfylgjandi lag með Nirvana.

Chorus er töff, en ekki í blús

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -