Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Segir fráleitt að Ísidór hafi verið að undirbúa hryðjuverk: „Þetta mál er hvorki fugl né fiskur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einar Oddur Sigurðsson lögmaður er verjandi Ísidórs Nathanssonar, sem ásamt Sindra Snæ Birgissyni, situr nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á vopnalagabroti og meintum áformum um hryðjuverk.

Hann segir – í grein á dv.is – að málið sé skjólstæðingi hans afar erfitt:

„Þetta yfirbragð sem málið hefur tekið á sig hefur komið mjög illa við hann og þeim sem honum tengjast, dvölin í gæsluvarðhaldi er alltaf erfið og málið mjög þungbært fyrir hann og hans aðstandendur.“

Einar Oddur Sigurðsson.

Einar er á sama máli og verjandi Sindra Snæs, Sveinn Andri Sveinsson, að lögreglan hafi alls ekki getað sýnt fram á með óyggjandi hætti að ungu mennirnir tveir hafi verið að undirbúa hryðjuverk; þrátt fyrir afar galgobalegt tal þeirra á spjallforriti um slík áform.

„Þetta mál er hvorki fugl né fiskur – snýst um tiltekin samskipti og hvaða túlkun eigi að leggja í þau, ég er sammála þeim röddum sem sagt hafa lögregluna fara offari í þessu máli og þá sérstaklega í tengslum við þessa blaðamannafundi sem haldnir voru í upphafi,“ segir Einar og bætir við að efnisatriði rannsóknarinnar sem lekið hafi verið til fjölmiðla hafi verið skjólstæðingi hans afar þungbær; nefnd hafa verið ýmis hræðileg meint áform drengjanna um hryðjuverk, sem verjendur þeirra, Sveinn Andri og Einar, hafna alfarið að hafi verið í undirbúningi:

„Ef þessi heimfærsla á að ganga upp þá þarf að sýna fram á einhvers konar undirbúningsathafnir eða að ásetningur hafi verið sýndur í verki.“

- Auglýsing -

Einar segir það algjörlega fráleitt að Ísidór hafi verið að undirbúa hryðjuverk á Íslandi:

„Ég hafna því algjörlega. Það eru ýmsar ávirðingar uppi sem ekki er hægt að segja að eigi við nein rök að styðjast en vopnalagabrotin eru kannski frekar borðliggjandi,“ segir hann; en komið hefur fram að þeir félagar Sindri Snær og Ísidór séu sakaðir um að hafa verið að búa til stórhættuleg skotvopn með þrívíddarprentara.

„Almennt séð er ekki til bóta að reka mál í fjölmiðlum en fyrst umfjöllunin fór af stað og málið var lagt upp með þessum hætti þá eru verjendur nauðbeygðir til að bera hönd fyrir höfuð skjólstæðinga sinna.“

- Auglýsing -

Sindri Snær og Ísidór hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan 21. september; rennur gæsluvarðhaldsúrskurður yfir þeim út þann 10. nóvember næstkomandi.

Staðan á Íslandi er sú að ekki er hægt að halda sakborningum lengur í gæsluvarðhaldi en í þrjá mánuði án þess að leggja fram kæru gegn þeim.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -