Nóttin var nokkuð róleg í borginni í nótt samkvæmt dagbók lögreglu.
Tilkynning barst lögreglunni í Hafnarfirði og Garðabæ í nótt þar sem bíl var ekið á ljósastaur. Bæði ökumaður og farþegar í bílnum kvörtuðu vegna eymsla en hugðust sjálfir leita sér aðstoða lækna. Var bíllinn dreginn á brott með dráttarbíl.
Þá var tilkynnt um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur og gistir einn fangageymslur í þágu rannsókarinnar.
Þjófnaður á rafmagnshlaupahjóli náðist á eftirlitsmyndavél í Reykjavík í nótt og er lögreglan að skoða málið. Aukreitis barst tilkynning um þjófnað í verslun í hverfi 103 og átta ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur áhrifum áfengis og fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu.