Nóttin var í rólegri kantinum á höfuðborgarsvæðinu ef marka má dagbók lögreglunnar.
Sótölvaður aðili olli ónæði í bílastæðahúsi í miðbænum en var honum vísað á brott af lögreglu.
Í hverfi 105 barst tilkynning um þéttkenndan gest á hóteli en hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu og gistir því fangageymslur þar til víman rennur af honum.
Þá voru fjórir ökumenn handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Var einn þeirra aukreitis sviptur ökuréttindum.
Í miðbænum féll stútungsfullur aðili í jörðina og hlaut hann áverka á höfði. Var hann fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til nánari skoðunar. Annar svínfullur og óvelkominn aðili var tilkynntur til lögreglunnar se mætti á svæðið og tók hann höndum. Gistir hann í fangaklefa þar til rennur af honum.
Í Hafnarfirði barst lögreglu símtal vegna aðila sem átti að hafa verið að bjóða börnum sígarettur í gærkvöldi. Sá var farinn þegar lögreglan bar að garði.
Kvartað var undan spólandi bifreiðum sem olli hávaða í hringtorgi í Kópavogi en þegar lögregluna bar að var ekkert slíkt að sjá. Ekki var heldur enginn sjáanlegur í Kópavogi þegar lögreglan brást við útkalli vegna slagsmála þar í bæ.