Olav Ingvald Olsen er 75 prósent öryrki en hann einn af Breiðavíkurdrengjunum svokölluðu sem máttu þola ofbeldi og hryllilegt harðræði í æsku. Hundur hans, Zorro er veikur og þarf að komast í aðgerð en Olav hefur ekki efni á því.
Hann skrifaði eftirfarandi færslu á Facebook:
„Ég er að reyna að safna fyrir hann Zorro minn. Hann er 13 ára gamall Borador sem ég elska meira en lífið sjálft. Það þarf að fjarlægja nokkur stækkandi fituæxli og líklega einn jaxl.
(Meistaravellir 23. Sími 8439797 )
Ég er stoltur karlmaður á besta aldri, og það er erfitt að opna sig og segja frá vandamálum sínum, en verð að brjóta odd af oflæti mínu til að bjarga barninu mínu sem ég elska meira en hægt er að lýsa með orðum, myndi fórna lífi mínu fyrir hann…“
Mannlíf heyrði í Olav hljóðið og spurði hann nánar út í málið.
„Já, það þarf að fjarlægja þrjú til fjögur fituæxli og hann þarf í tannhreinsun og jafnvel tannúrtöku. Og svo er það svæfingin og blóðrannsókn.“
„Og er þetta ekki rándýrt?“
„Jú, þetta gæti kostað 200 til 300 þúsund krónur,“ svaraði Olav dapur í bragði.
Þegar blaðamaður Mannlífs spurði Olav hvernig gangi að safna beygði Olaf af, var klökkur er hann sagði: „Eftir að ég talaði við systur mína þá er ég kominn með um 70.000 krónur.“
Zorro verður 13 ára um jólin en Olav hefur átt hann ansi lengi. „Hann er bara barnið mitt.“
Eins og fram kom áður þá var Olav Ingvald á Breiðuvík sem drengur en það segir hann vera löngu liðna tíð en „kannski þess vegna sem ég hugsa svona vel um dýrin mín. Þau kunna að elska mann skilyrðislaust.“
Þau sem vilja hjálpa Olav að safna fyrir aðgerð Zorro er bent á að annað hvort leggja pening inn á Olav en hér eru bankaupplýsingarnar: 0515-26-142102 231064-2819
eða hringja í hann, hafi fólk áhuga á að kaupa af honum eitthvað af munum og gripum sem hann á.
Símanúmer hans er 843-9797.