Myndlistarmaðurinn Sigurður Guðjónsson verður fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum 2021. Sigurður Guðjónsson er þekktur fyrir vídeooverk.
Sigurður á yfir tuttugu einkasýningar að baki. Hans nýjasta verk ber titilinn Enigma og verður verkið meðal annars til sýnis í Kennedy Center í Washington, Adler Planeterium í Chicago og Carnegie Hall í New York á umfangsmikilli sýningarvegferð sinni um heiminn sem nú stendur yfir.
Valið á fulltrúa Íslands á Feneyjartvíæringnum var í höndum fagráðs Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Fagráðið skipa þau Helga Björg Kjerúlf, framkvæmdastjóri Kynningarmiðstöðvarinnar; Ásdís Spanó myndlistarmaður og Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar — menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar. Gestir nefndarinnar voru Heiðar Kári Rannversson sýningarstjóri og Sigurður Árni Sigurðsson myndlistarmaður.
Sigurður stundaði nám við Billedskolen í Kaupmannahöfn 1998-1999, Listaháskóla Íslands 2000 -2003 BA og Akademie Der Bildenden Kunste í Vínarborg 2004. Verk hans má kynna sér á vef hans, sigurdurgudjonsson.net.