Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Barnastjarna á svið Samkomuhússins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Söngleikurinn hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Tónlistin er mögnuð og sagan talar sterkt til okkar tíma í dag þó að hún fjalli um ungt fólk á fyrri tímum,“ segir Árni Beinteinn, leikari og fyrrum barnastjarna með meiru, sem leikur í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á verðlaunasöngleiknum Vorið vaknar sem verður frumsýndur í janúar.

 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Árni leikur í söngleiknum því hann tók einnig þátt í uppsetningu MR á sínum tíma. Leikfélag Akureyrar verður hinsvegar fyrsta atvinnuleikhúsið á Íslandi sem setur söngleikinn á svið.

Þótt Árni Beinteinn hafi útskrifast úr leiklistarnámi Listaháskóla Íslands fyrir aðeins rúmu ári hefur hann komið víða við. Sem barn lék hann bæði á sviði Borgarleikhússins og Þjóðleikhússins, talsetti teiknimyndir, lék í útvarpsleikritum, söng inn á plötur og kom fram í sjónvarpinu, til að mynda í innslögum í undankeppni Eurovision.

Uppsetning MR
Árni Beinteinn lék í uppsetningu leikfélags Menntaskólans í Reykjavík á Vorið vaknar. Nú leikur hann í verkinu hjá Leikfélagi Akureyrar en þetta er í fyrsta skipti sem atvinnuleikhús á Íslandi setur verkið upp.

Árni Beinteinn hefur einnig unnið í tónlist en hann og unnusta hans, tónskáldið og tónlistarkonan Íris, voru að ljúka við níu laga plötu. „Mér finnst mjög gaman að skapa og framleiða tónlist. Platan hefur verið lengi í vinnslu og mun koma út í byrjun næsta árs. Við erum búin að stofna hljómsveit undir nafninu Haf fyrir það verkefni og núna strax á næstu dögum koma út fyrstu jólalögin frá okkur.“

Leiðir Árna Beinteins og Þorvaldar Bjarna liggja aftur saman

Það er Marta Nordal sem leikstýrir söngleiknum Vorið vaknar en danshöfundur er Lee Proud. Tónlistarstjóri er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson en þeir Árni Beinteinn unnu fyrst saman í söngleiknum Gosa fyrir tólf árum, þegar Árni Beinteinn var tólf ára.

- Auglýsing -
Unnu saman í Gosa
Þegar Árni var 12 ára unnu hann og Þorvaldur Bjarni saman að söngleiknum Gosa. Nú mætast þeir aftur í verðlaunasöngleiknum Vorið vaknar.

„Það er skemmtilegt að vinna aftur með Þorvaldi og bara alveg frábært að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessari uppfærslu hérna á Akureyri. Verkefnið lofar mjög góðu. Hópurinn er frábær, listræna teymið samsett af ótrúlegu fagfólki og stemningin er rosalega góð! Það er líka æðislegt að vera hérna fyrir norðan í öðru umhverfi en maður er vanur og að vinna með og kynnast nýju hæfileikaríku fólki. En stærsta verkefnið sem er framundan hjá mér núna er þó án efa barnið sem við unnusta mín eigum von á í apríl á næsta ári.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -