Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Söngleikjastjarnan Rúnar Kristinn leikur vandræðagemsann Moritz

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngleikjastjarnan og Eyjapeyinn Rúnar Kristinn Rúnarsson fer með eitt af aðalhlutverkunum í verðlaunasöngleiknum Vorið Vaknar sem frumsýnt verður við lok mánaðarins hjá Leikfélagi Akureyrar.

 

Rúnar útskrifaðist með BA Honours í söngleikjalist frá Guildford School of Acting í Bretlandi. Þar hlaut hann McGrath skólastyrkinn og var einnig valinn í GSA Singers elítusönghóp skólans. Í Englandi fór hann með hlutverk Curtis „Shank“ Jackson í söngleiknum Sister Act og sigldi svo um heimshöfin í leikhúsum Aida Cruises í þrjú ár, á milli þess að vera búsettur í Englandi.

Vondi karlinn
Rúnar lék í söngleiknum Sister Act í Englandi.

Hann segir reynsluna á skemmtiferðaskipunum ógleymanlega.

„Þetta var frekar sturlað og gat líka verið erfitt. Þetta er allt annar heimur. Vinirnir og minningarnar eru samt ómetanlegar,ׅ“ segir Rúnar Kristinn sem hefur meðal annars komið fram í We Will Rock You í Háskólabíói og sjónvarpsþáttunum Burðardýr 2 eftir að hann flutti heim.

Sigli um heimshöfin
Rúnar Kristinn starfaði sem leikari á skemmtiferðaskipum í þrjú ár.

Söngleikurinn Vorið vaknar, sem hlaut átta Tony awards þegar hann var frumsýndur á Broadway árið 2006, er byggður á þýsku leikriti eftir Frank Wedekind og fjallar um fyrstu kynlífsreynsluna, kvíða, ofbeldi og frelsisþrá þar sem tilfinningum persónanna er fundinn farvegur í melódískri rokktónlist sem endurspeglar þeirra innra líf. Rúnar Kristinn leikur vandræðagemsann Moritz og viðurkennir að það sé margt líkt með þeim.

„Allavega þegar ég var unglingur. Báðir miklir ofhugsarar, pössum ekki almennilega í neitt form. Báðir of mikið út um allt í hausnum. Það tók mig nokkur ár að bæla það allt niður,“ segir Rúnar sem líst vel á að búa á Akureyri næstu mánuðina.

- Auglýsing -

„Ég bjó í Eyjum í nokkra mánuði eftir að ég kom heim þannig að mér finnst Akureyri bara þónokkuð fjörmikil. Ég er samt með tengingar hér fyrir norðan. Pabbi er Akureyringur og ég var skírður í Akureyrarkirkju.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -