Laugardagur 26. október, 2024
4 C
Reykjavik

Kærð fyrir tilraun til fjárkúgunar: „Hef enga samúð með þeim enda hafa þeir ekki sýnt neina samúð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

DV greinir frá því að tannlæknastofan „Íslenska Klíníkin í Búdapest“ hefur nú kært konu –  Hörpu Snjólaugu Lúthersdóttur – til lögreglu fyrir tilraun til fjárkúgunar.

Tengist málið Facebook-síðu sem umrædd Harpa setti upp, þar sem hún rakti meintar vanefndir stofunnar við aðgerðir á tönnum hennar; fulltrúi stofunnar viðraði óánægju sína með síðuna og skrif Hörpu, þar varð að umræðuefni hvað þyrfti að gera til að Harpa hætti skrifum sínum og lokaði síðunni á Facebook.

Í spjallinu áðurnefnda kom fram að niðurstaða Hörpu væri sú að kostnaðurinn hlypi á 8.000 evrum – rúmlega 1,1 milljón íslenskra króna.

Í kjölfarið tilkynnti stofan Hörpu að hún yrði kærð. Sakarefnið er tilraun til fjárkúgunar.

Kemur fram í frétt DV að Harpa segir Íslensku Klíníkina hafa samþykkt að greiða kostnaðinn; stofan segir að það hafi aldrei verið meiningin; heldur hafi verið látið að því liggja til að fá fram kröfur hennar í krónum eða evrum.

- Auglýsing -

Það var síðan í september að Hörpu barst bréf frá lögfræðingi Íslensku Klíníkurinnar; þar var krafist sömu upphæðar og hún hafði farið fram á – 8.000 evrur – í skaðabætur. Var Hörpu jafnframt tilkynnt í sama bréfi að lögð hafi verið fram kæra hjá lögreglu á hendur Hörpu fyrir tilraun til fjárkúgunar.

Harpa opnaði Facebook-síðuna „Íslenska Klíníkin í Búdapest – slæmar reynslusögur“ – en þar rakti hún meðferðarsöguna hjá stofunni; sem og meint ámælisverð vinnubrögð Íslensku klíníkurinnar.

Tannlæknastofan telur að Harpa sé ábyrg fyrir því hvernig fór; með því að fara í skoðun og samþykkja meðferð á annarri stofu vegna tanna sem íslenska klíníkin hafði ekki séð um viðgerð á.

- Auglýsing -

Harpa segir að „stofan er að mörgu leyti fín, allir geta gert mistök, heiðarlegast væri að bæta fyrir mistökin, þess vegna skil ég ekki hvers vegna þeir velja að fara að þessa leið. Þetta snýst ekki um það hvort flestir séu ánægðir, þetta snýst um hvernig er komið fram við þá sem lenda í mistökum eins og hjá mér. Ég var í ábyrgð og þeim ber skylda að bæta þetta. Ég hef enga samúð með þeim, enda hafa þeir ekki sýnt mér neina samúð. Það hefur bæst við kostnaðinn hjá mér, vegna þeirra er ég að borga hátt í 1,5 milljónir.“

Eins og staðan er bendir allt til þess að Íslenska klíníkin og Harpa eigi eftir að takast á í dómsal.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -