Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, veltir því nú alvarlegar fyrir sér að bjóða sig fram sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Heimildir herma að hann hafi þó ekki tekið lokákvörðun en landsfundur flokksins verður haldinn dagana 4. til 6. nóvember næstkomandi.
Guðlaug Þór hefur ekki svarað fyrirspurnum þessa efnis síðustu daga. Ef af þessu verður fer hann fram gegn núverandi formanni flokksins og fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssyni, sem sækist eftir endurkjöri.
Í Morgunblaðinu segir að mögulegt framboð Guðlaugs, sem hafi meðal annars verið tengt umdeildu vali á landsfundarfulltrúum í stöku félagi. Talsverð eftirvænting ríkir vegna landsfundarins en þetta verður í fyrsta sinn frá árinu 2018 sem Sjálfstæðisflokkurinn heldur landsfund. Hefur kórónuveiran sett strik í reikninginn á síðustu árum.
Bjarni hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2009 og hann er enn sem komið er sá eini sem lýst hefur opinberlega yfir framboði.