Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, telur að landsmenn séu margir hverjir ósanngjarnir gagnvart Þjóðkirkjunni og það skýri meðal annars undanhald kirkjunnar í samfélaginu:
„Við höfum orðið vör við að það er töluverð andstaða við kirkjuna. Okkur finnst við ekki njóta sannmælis,“ segir Davíð Þór.
Nýlega gagnrýndi Kristrún Heimisdóttir, varaforseti kirkjuþings, þá ákvörðun Davíðs að meina skólabörnum aðgang að Laugarneskirkju á aðventurinni. Með því segir hún að börnunum sé meinaður aðgangur að Jesú Kristi:
„Það má vera að Kristrún hafi litið á það sem við gerðum sem undanhald en við lítum fremur á okkar aðgerðir sem sáttaboð. Því fer fjarri að við afþökkum heimsóknir skólabarna. Börnin koma bara ekki með skólanum. Við erum að reyna að spila ping-pong við samfélagið okkar, við viljum ekki vera í neinu stríði,“ segir Davíð Þór í samtali við Fréttablaðið.