Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Þorsteinn Már þreyttur á þrasinu um Samherja: „Við höfum farið að lögum í þessu eins og öllu öðru“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er orðinn þreyttur á eilífum deilum í íslensku samfélagi þegar kemur að sjávarútvegsfyrirtækjum og greiðslu veiðigjalda. Hann bendir á að í Noregi þurfi fyrirtækin ekki að greiða veiðigjöld.

„Hér er orðið mjög þreytandi að hlusta á þessar deilur og reyndar að hluta til nánast annan hvern dag. Um veiðigjöldin já og framtíð sjávarútvegs á Íslandi, fyrirkomulag, stærð fyrirtækja og svo framvegis,“ segir Þorsteinn Már.

Hagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir hefur ekki verið hærri um árabil en arðgreiðslur námu næstum tuttugu milljörðum króna í fyrra. Veiðigjöldin voru hins vegar lægri en fyrir þremur árum. Þorsteinn Már segir þreytandi að hlusta á eilífar deilur um veiðigjöld. Þau eigi að vera hófleg, að mati forstjórans.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra boðaði nýlega breytingar á sjávarútvegslögum, Samherjaforstjórinn vill koma að þeirri vinnu. „Ég hefði talið æskilegt að það væru fleiri frá atvinnugreininni í þessum nefndum, hvort sem það eru sjómenn, fiskverkafólk eða framleiðendur,“ segir Þorsteinn Már.

Samherji er nú orðinn einn stærsti hluthafi Síldarvinnslunnar sem aftur keypti útgerðarfyrirtækið Vísi í Þorlákshöfn í sumar. Með kaupunum á Samherji nú aðild að ríflega fjórðung af heildarkvótanum, sem er yfir lögbundnu hámarki.

„Fiskistofa hefur eftirlit með þessu og við höfum farið að öllum lögum í þessu eins og öllu öðru,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -