Matvælastofnun Íslands sendi frá sér viðvörun til neytenda í dag en varan sem um ræðir er svartur Opal.
Varar stofnunin neytendur við einni framleiðslulotu af sykurlausum svörtum Opal frá Nóa og Síríusi vegna mistaka sem urðu gerð við pökkun. Var vörunni dreift í verslanir um allt land. Í þessari framleiðslulotu var sykurlausum svörtum Opal blandað rauðum Opal með sykri. Hefur fyrirtækið í samráði við heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík, stöðvað sölu vörunnar og innkallað frá neytendum.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
Vörumerki: Opal
Vöruheiti: Sykurlaus Opal með saltlakkrísbragði
Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 12.01.2024
Lotunúmer: L1932
Nettómagn: 100 g
Strikamerki: 5690576303244
Framleiðandi: Nói Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík
Dreifing: Verslanir um land allt.
„Neytendur sem keypt hafa vöruna, sérstaklega þeir sem þurfa að varast sykur, að neyta hennar ekki, farga eða skila vörunni til næstu verslunar,“ segir í tilkynningu Mastar.