Tónskáldið Hildur Guðnadóttir fer yfir feril sinn, verk, rannsóknir og vinnuaðferðir á opnunarkvöldi Hugarflugs 2020, þann 13. febrúar. Hildur mun spjalla við Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektor Listaháskóla Íslands, í gegnum Skype á viðburðinum.
Viðburðurinn hefst klukkan 17.00 í húsnæði Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegi 91, í stóra sal L223. Beint streymi verður þá frá viðburðinum á live.lhi.is.
Áhugasömum bíðst nú til að senda inn spurningar til Hildar á [email protected]. Nokkrar spurningar verða svo bornar upp á viðburðinum fyrir Hildi til að svara.
Sjá einnig: Hildur Guðnadóttir: Hafnfirðingurinn sem heillar heimsbyggðina