„Staðreyndir liggja fyrir og við getum ekki sætt okkur við að vera í þessari stöðu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra í samtali við RÚV.
Það er því nokkuð ljóst að Guðlaugur ætlar að bjóða sig fram gegn Bjarna Benediktssyni í formann Sjálfstæðisflokksins. Líkt og Mannlíf greindi frá í gær. Landsfundur flokksins verður haldinn fyrstu helgina í nóvember.
„Staðan er bara þessi að það hafa mjög margir skorað á mig að gera það. Tónninn er allur sá sami, að fólk hefur áhyggjur af stöðu flokksins, eðli málsins samkvæmt. Það sættir sig ekki, frekar en ég, við þá stöðu sem við erum í,“ segir Guðlaugur Þór
Bjarni Benediktsson hefur gegnt formennsku Sjálfstæðisflokksins frá því árið 2009. Fylgi flokksins hefur næstum allan þann tíma verið rétt ríflega 20 prósent.