Fimmtudagur 16. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Eiginmaður Nancy Palosi barinn í höfuðið með hamri: „Fjölskyldan biður um svigrúm á þessari stundu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings varð fyrir ofbeldisfullri árás í innbroti á heimili þeirra hjóna í Kaliforníu.

Paul Pelosi, sem er 82 ára, hefur verið fluttur á sjúkrahús en búist er við því að hann muni ná sér að fullu, samkvæmt talsmanni hans.

Hinn grunaði, sem ekki hefur verið nafngreindur, er í haldi lögreglunnar en ástæða árásarinnar er ekki komin á hreint.

Nancy var ekki á heimili þeirra hjóna í San Francisco þegar innbrotið varð í morgun.

„Forseti fulltrúadeildarinnar og fjölskylda hennar eru þakklát fyrstu viðbragðsaðilunum og heilbrigðisstarfsfólkinu sem kom að málinu og biður um svigrúm á þessari stundu,“ sagði talsmaður öldungaráðs Demókrata í tilkynningu í dag.

Hinn meinti árásarmaður notaði hamar í árásinni, samkvæmt ónefndum lögreglumanni sem ræddi við fjölmiðla í Bandaríkjunum. Þetta hefur ekki verið staðfest af lögreglunni.

- Auglýsing -

Nancy Pelosi er einn valdamesti stjórnmálamaður Bandaríkjanna en hún hefur setið á þingi síðan árið 1987. Eiginmaður hennar er milljarðamæringur en hann stofnaði áhættufjármagnsfyrirtæki en hann er fæddur og uppalinn í San Francisco. Hafa þau verið gift síðan 1963 og eiga saman fimm börn.

Nákvæmar aðstæður árásarinnar eru óljósar og ekki er enn vitað hvernig hinn óboðni gestur komst inn í hús hjónanna.

Bandaríska alríkislögreglan ásamt USCP (e. US Capitol Police), sem hefur aðsetur í Kaliforníu, aðstoða lögregluna í San Francisco við rannsókn málsins.

Þingmenn Bandaríkjaþings hafa verið á varðbergi vegna öryggisógna allt frá því að múgur réðist inn á þinghúsið í höfuðborginni. Var þá skrifstofa Pelosi lögð í rúst af stuðningsmönnum Donald Trump, þáverandi forseta Bandaríkjanna.

- Auglýsing -

Þá var málningu spreyjað á heimili hennar í San Francisco í fyrra.

Það var BBC sem sagði frá árásinni í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -