Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Vasulka áhrifin tilnefnd til Eddunnar og sýnd á RÚV á mánudaginn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heimildamyndin Vasulka áhrifin (e.The Vasulka Effect) er tilnefnd til Eddunnar í flokknum Heimildamynd ársins en tilnefningar til Eddunnar 2020 voru kynntar í gær. Myndin verður á dagskrá RÚV á mánudagskvöld.

Hrafnhildur Gunnarsdóttir leikstýrir myndinni sem hefur verið í vinnslu í á sjötta ár, Margrét Jónasdóttir framleiðir og er myndin framleidd af Sagafilm og Krumma Films í samstarfi við Radim Procházka í Tékklandi, Bullitt Film í Danmörku og Nonami í Svíþjóð.

Myndin er unnin upp úr um þúsund klukkustundum af myndefni sem komu úr einkasafni Vasulka hjónanna, þar sem meðal annars mátti finna áður óséð myndefni af Andy Warhol, Jimi Hendrix, Miles David, Jethro Tull, Jackie Curtis, Candy Darling, Patty Smith og fleirum.

Vasulka áhrifin er heimildamynd um videólistafrumkvöðlana Steinu og Woody Vasulka. Myndin tvinnar saman lífi þeirra Steinu og Woody frá því þau hittast fyrst í Prag í Tékkóslóvakíu árið 1959 þar sem þau voru bæði við nám, hún að læra á fiðlu og hann kvikmyndagerð. „Viltu giftast mér?“ voru fyrstu orðin sem Woody sagði þegar hann var kynntur fyrir Steinu og hún svaraði „Já, ef þú gerir við vespuna mína!“. Þar með var örlagaþráðurinn spunninn.

Vasulka áhrifin er heimildamynd um videólistafrumkvöðlana Steinu og Woody Vasulka.

Hrafnhildur Gunnarsdóttir leikstjóri segir: „Ég fór af stað til þess að gera mynd um Steinu Vasulka listamann en þegar ég hóf að vinna undirbúningsvinnu fyrir myndina varð mér ljóst að það var ekki hægt að búa bara til mynd um Steinu. Hún og WoodyVasulka eru í raun samofin sem tvíeyki innpakkað í Vasulka vörumerkið þannig að mér varð fljótlega ljóst að myndin varð að fjalla um þau bæði.“

HUGAR, Bergur Þórisson og Pétur Jónsson sömdu tónlist við myndina, og Vaclav Flegl sá um hljóðhönnun, en þúsund klukkustundirnar klippti Jakob Halldórsson niður í 85 mínútur. Arnar Þór Þórisson og Hrafnhildur Gunnarsdóttir sáu um kvikmyndatöku en Árni Benediktsson um hljóðupptöku.

- Auglýsing -

Vasulka áhrifin verður sýnd á RÚV mánudagskvöldið 9. mars kl. 22:20

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -