Rúntað á Rucio – 5. þáttur: Fordómar geta verið hið besta mál og argentínska sönggyðjan

top augl

Rucio er heldur betur kátur í dag því hér verður rætt um skapara hans, Miguel de Cervantes, höfund bókarinnar Don Kíkóte. Jón Sigurður hafði fordóma gagnvart þeirri bók og höfundi hennar. Það var því óvænt skemmtun sem beið hans þegar upp komst að engin innistæða var fyrir þeim. Fjallað verður um ótrúlegt lífshlaup Cervantes sem reyndist vera töffari frammi fyrir augum eilífðarinnar. Þess má geta að Rucio, sem er ansinn sem Sancho Pancha reið í umræddri bók, vissi alla tíð hversu mikið var spunnið í höfundinn.

Svo verður rætt um argentínsku söngkonuna Mercedes Sosa og spurt hvort við getum í raun skilið hvað sú merkiskona gerði fyrir þjóð sína. Fáum við einhverntíman að upplifa tónleika einsog þá sem hún hélt í Buenos Aires árið 1983 eða eru það örlög okkar að hlýða einungis á skemmtikrafta sem halda að okkur yfirborðslegu prjáli til þess að halda í okkur stuði, greddu og girnd? Eru til tónlistamenn einsog Mercedes Sosa í dag? Hvar eru þeir ef svo er og eru þeir að syngja um frelsið? Þarf þess kannski? Svona spyrja þeir Rucio og Jón Sigurður til að láta reyna á hlustendur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni