Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Tilkynning frá Agli Ólafssyni: „Sköpunargleðiganga mín heldur áfram“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einn ástsælasti söngvari og leikari þjóðarinnar, Egill Ólafsson sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi.

Fram kom í fréttum í gær að Stuðmenn hafi neyðst til að aflýsa tónleikum sem halda átti í Hörpu í nóvember vegna þess að Egill er með Parkinsons-sjúkdóminn. Og um það er tilkynning söngvarans.

„Eins og mörg ykkar vissuð, hef ég verið að kljást við Parkinssons veiki síðustu misseri. Þrátt fyrir það söng ég á sviði Hörpunnar, með mínum gömlu félögum í Stuðmönnum fyrir ári síðan – og það slapp fyrir horn. Núna, ári síðar, gengur það því miður ekki, ég get einfaldlega ekki stólað á röddina lengur – það er staðreynd sem ég verð að horfast í augu við.

Það er sárt að geta ekki staðið undir væntingum og þurfa að bregðast mínum gömlu félögum og ekki síður tónleikagestum, en stundum er nauðsynlegt að láta í minni pokann, þó ég ætli mér ekki að vera minnipokamaður.

Um leið og ég þakka ykkur skilning og stuðning og biðst velvirðingar, vil ég að það komi skýrt fram að sköpunargleðiganga mín heldur áfram og það þótt heilinn sé orðinn spar á ýmis gleðihormón.“

Þá segir Egill einnig frá plötu sem hann náði að taka upp í vor en Mannlíf sagði frá gerð plötunnar, fyrst miðla.

„Í vor náði ég að syngja inn á nýja tvöfalda plötu með músík eftir mig, „tu duende / el duende“. Þar naut ég fulltingis kúbversku söngkonunnar Lissy Hernández og Ellenar Kristjánsdóttur.

Þeir sem hafa forkeypt þá plötu fá hana afhenta nú í nóvember, annars er útgáfudagurinn 9. febrúar.“

- Auglýsing -

Að lokum segir Egill frá því að hann er síður en svo hættur að skapa þó röddin sé farin en út kemur ljóðabók eftir hann innan skamms.

„Að auki kemur út innan skamms ljóðabók um föður minn, sem oft var nefndu ,,sjófuglinn“, en hét Ólafur Ásmundsson Egilsson.
Og áfram heldur sköpunargleðiganga mín – vonandi sem lengst.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -