Laugardagur 4. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

„Mikið um ást, heimspeki og náttúruna sem skín þarna í gegn sem þráður í öllum þessum textum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Friðrik Agni Árnason skrifaði í fyrra eitt ljóð á dag í sex mánuði. Núna á tímum samkomubanns býður hann upp á lestur ljóðanna á hverjum degi og segir hann áhugavert að sjá hvað tilfinningar breytast milli dag.

 

„Ég les á hverjum degi klukkan 22 í beinni á Facebook-síðunni minni og á íslensku og ensku til skiptis,“ segir Friðrik Agni í samtali við Mannlíf. „Ljóðin eru ekki yfirfarin eða löguð fyrir lesturinn, heldur bara lesin eins og ég skrifaði þau á sínum tíma. Núna í heimavistinni og í þessari ró sem hefur skapast í kringum þessa veiru, eins þversagnakennt og það hljómar, hóf ég að draga þau fram til lesturs á kvöldin til að miðla þeim til fólks á skrítnum tímum.“

Friðrik bætir því við ástandið sem kórónaveiran skapar hefur þvingað hann til að skrúfa smá niður. „Því ég var kominn í svo mikið burnout frá í vetur. Hef haft gaman af því að gera þetta og bara datt í hug þetta væri eitthvað sem væri fallegt fyrir aðra líka að fylgjast með eða veitt innblástur.“

Öll ljóðin eru eftir Friðrik sjálfan og eru hluti af #dagurinnidag seríu hans, þar sem hann skrifaði eitt ljóð á dag í sex mánuði frá október til júlí, en serían var hvatning til hans sjálfs til að skrifa á hverjum degi.

- Auglýsing -

„Það er áhugavert að sjá hvað tilfinningar breytast á milli daga og hvað það er sem hugurinn gleypir í sig frá degi til dags. Þetta var mikil áskorun að setja hugsanir fram á skapandi hátt á hverjum degi en á sama tíma falleg áminning til mín að taka eftir tilfinningunum og umhverfinu mínu betur,“ segir Friðrik.

„Sum af þessum ljóðum voru auðvitað ekki góð,“ segir Friðrik og hlær, „þar sem ég var að skrifa á hverjum degi. Það er mikið um ást, heimspeki og náttúruna sem skín þarna í gegn sem þráður í öllum þessum textum. Það er áhugavert fyrir mig að sjá það þegar ég fer yfir heildina,“ segir Friðrik. „Ég vona að einhverjir geti notið og haft gaman af.“

Þó að #dagurinnidag seríunni sé lokið þá er Friðrik alls ekki hættur að skrifa.

- Auglýsing -

„Ég er alltaf að skrifa þegar ég fer í slökun. Ég er samt hættur að hafa pressuna á mér að skrifa á hverjum degi, en bókin er aldrei langt undan,“ segir Friðrik.  „Ef ég er til dæmis að horfa á bíómynd og dettur eitthvað fallegt koncept í hug þá skrifa ég í símann eða í bók og kiki á það seinna og lúppa því kannski í örtexta eða ljóð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -