Lögregla kom að bifreið sem var utan vegar í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Annað framdekkið vantaði á bifreiðina en hafði það dottið af með þeim afleiðingum að bifreiðin skemmdist. Ökumanninum var brugðið þar sem hann hafði verið með bifreiðina í dekkjaskiptum þremur dögum áður. Dráttarbíll var kallaður til sem fjarlægði bifreiðina. Ung kona var stöðvuð við akstur í Breiðholti síðar um kvöldið. Kom í ljós að hún hafði ekki ökuréttindi eftir að hún gaf upp ranga kennitölu.
Þá var ökumaður stöðvaður í Hlíðunum í nótt. Sá er grunaður um ítrekaðan akstur án ökuréttinda en var hann einnig undir áhrifum fíkniefna. Annar ökumaður stöðvaður fyrir sama brot í öðru hverfi. Fimmtán mínútum síðar stöðvaði lögregla aftur sömu bifreið en þar var á ferð sami ökumaður og hafði áður verið stöðvaður. Að þessu sinni handlagði lögregla lyklana af bifreiðinni til þess að tryggja að ökumaðurinn endurtæki ekki leikinn í þriðja sinn.