Lögreglu barst tilkynning í gærkvöldi um bifreið með hópi manna að veifa skotvopni. Skömmu síðar fann lögregla bifreiðina og gaf stöðvunarmerki. Við leit í bifreiðinni fundust fjórar leikfangabyssur sem voru handlagðar af lögreglu. Skömmu síðar reyndi aðili í annarlegu ástandi að komst inn í bílskúr. Endaði það með því að þurfti að fjarlæga manninn af vettvangi.
Brotist var inn í geymslu í hverfi 108. Hvorki er vitað hver var þar á ferð né hvort hann hafi náð að stela úr geymslunni. Síðar um kvöldið var lögregla kölluð út í Hlíðarnar vegna unglinga partýs. Við nánari athugun kom í ljós að unglingarnir höfðu fengið leyfi frá foreldrum fyrir teitinu. Þá voru nokkrir stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.