Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur er síður en svo sáttur við aðgerðir lögreglunnar í nótt þar sem fimm manna fjölskylda frá Írak var handtekin og send með flugi til Grikklands þar sem ekkert bíður þeirra nema strætið.
Bragi Páll er mjög ósáttur við aðferðir dómsmálaráðherrans, Jón Gunnarsson, líkt og margir ef marka má Twitter en rithöfundurinn var afar orðhvass í færslu sem hann skrifaði í nótt.
„Flóttamannavandinn er rasískur uppspuni, haldið á lofti af siðblindum stjórnmálamönnum til þess að fá greindarskert fólk til að kjósa sig.
– Ég sé þig, siðblinda rolan þín. Þú hefur ekkert fram að færa nema ótta og eyðileggingu. Farðu í rassgat, aumingi.“