Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Sjáðu stemminguna á Austurvelli: „Give Kennitala not negatives“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mótmæli fóru fram nú síðdegis á Austurvelli en þar var brotvísun flóttafólks til Grikklands mótmælt. Blaðamaður Mannlífs var á staðnum og hér fyrir neðan má sjá lifandi myndir sem hann náði á símann sinn. Sjá mátti kröfu- og baráttuspjöld, á einu stóð „Löggur eru lúðar“ en öðru: „Give Kennitala not negatives“. Svo voru fluttar ræður.

Mótmælin voru kynnt á Facebook og höfðu fimm hundruð boðað komu sína. Í lýsingu á Facebook er farið nánar í tilefni þeirra:

„Í nótt brottvísuðu íslensk stjórnvöld fjölda flóttafólks úr landi með leiguvél á götuna í Grikklandi. Þetta er í fyrsta sinn í áraraðir sem íslensk stjórnvöld leggjast svo lágt að leigja sérstaka vél til að flytja fólk nauðugt úr landi.Forsetisráðherra lét þau ummæli falla í morgun að fólkið sem flutt var á brott hafi öll lokið sínum málum á Íslandi. Það er kolrangt og má í raun kalla lygi. Lang stærstur hluti fólksins hafði sent inn endurupptökubeiðni vegna máls síns, sem mjög líklegt er að yrði samþykkt eftir að dómur féll í Héraði fyrir nokkrum vikum þar sem úrskurðað var að ÚTL hefði brotið á réttindum fólks í sömu stöðu. Einnig átti að taka fyrir mál fimm manna fjölskyldu í dómstólum þann 18. nóvember og áttu þau að mæta fyri dóm til að færa vitni.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -