Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Katrín 2016 tekur Katrínu 2022 til bæna: „Við viljum vera samfélag sem tekur á móti meðbræðrum “

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„65 milljónir manna eru á flótta. Helmingur þeirra er börn sem hafa ekkert til þess unnið að vera svipt framtíð sinni. Þetta gætu verið börnin okkar.“

Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, fyrir ekki svo löngu síðan eða á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi 2016. Í dag hlær hún mögulega að þessu bernskubreki og veltir því fyrir sér hvernig hún gat trúað þessu. Í það minnsta mætti ætla það miðað við ákvarðanir hennar í dag.

Myndband af ræðunni má sjá hér fyrir neðan en því hefur verið deilt á samfélgasmiðlum og sett í samhengi við brottvísun flóttamanna í nótt. Sú aðgerð hefur verið harðlega fordæmd frá mörgum hliðum í dag.

Það má teljast næstum öruggt að Katrín árið 2016 hefði fordæmt aðgerðir sínar í dag, sex árum síðar. Katrín sagði að á Íslandi væri vel hægt að byggja betra samfélga sem tæki vel á móti flóttamönnum og einnig hlúði vel að þeim sem fyrir væru.

„Ég held að við viljum vera samfélag sem tekur á móti meðbræðrum og -systrum okkar sem flýja hörmuleg stríð. Það er nefnilega hægt að hjálpa, það er hægt að hjálpa okkar fólki án þess að loka dyrunum fyrir öðrum.

Það er hægt að velja stjórnmálaöfl sem eru tilbúin í það verkefni,“ sagði Katrín og vafalaust héldu flestir að hún væri að tala um eigin flokk. Mögulega var hún með annan flokk í huga, því hún nefnir engan flokk á nafn.

- Auglýsing -

Svo talaði Katrín um að kærleikur ætti að vera kjarni okkar samfélags. „Þetta er flóttafólkið sem við erum að tala um, fólkið sem flýr sprengjur og óhugnað sem við getum sem betur fer fæst ímyndað okkur, fólkið sem einhverjir eru svo hræddir við að þeir tala um að loka landamærum og afnema mannúð og kærleika sem okkur finnst mörgum að eigi að vera kjarni okkar samfélags, kjarni þess sem við erum,“ sagði Katrín þá. En menn mega nú skipta um skoðun.

Ræðan er nokkuð löng en flóttamenn hafa greinilega verið henni ofarlega í huga árið 2016. Oftar en einu sinni fordæmir hún þáverandi stefnu, sem er í raun núverandi stefna einnig. Mál þeirra virðast eitt mikilvægasta mál flokksins og því viðsnúningur flokksins stórundarlegur. Eins og ef Framsókn færi að hata bændur.

Til marks um þetta þá byrjar Katrín ræðuna svo:

- Auglýsing -

„Kæru landsmenn. Ég held að við viljum ekki vera samfélag þar sem nokkur þúsund börn líða einhvers konar skort í landi sem telst hið ellefta ríkasta í heiminum. Og, já, ég held að við viljum vera samfélag sem tekur á móti meðbræðrum og -systrum okkar sem flýja hörmuleg stríð. Það er nefnilega hægt að hjálpa, það er hægt að hjálpa okkar fólki án þess að loka dyrunum fyrir öðrum.“

En lokorð ræðunnar hljóma helst eins og bölvun í dag: „Það held ég að sé góð framtíð. Við eigum ekki að láta segja okkur að sú framtíð sé óraunhæf. Við getum einmitt látið hana verða ef við gerum það saman. — Góðar stundir.“

Svo reyndist ekki.

Ræðan hefst á mínútu 28 og hætti myndbandið að byrja þar:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -