„Mér líður þokkalega. Ég er búinn að vera í gifsi í bráðum tvo mánuði þannig að þetta er farið að venjast. Ég braut þrjú bein í ristinni á hægri fæti og liðböndin fóru í flækju,“ segir Gísli Einarsson, umsjónarmaður Landans á RÚV, en hann er fótbrotinn og hefur af þeim sökum ekki verið á skjánum að undanförnu.
En hvað gerðist?
„Það var mjög klaufalegt eins og slys eru reyndar oft . Ég var uppi á þaki á fjallakofa í Hítardal, var þar að vinna fyrir Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs sem ég er forseti fyrir. Ég var upp á þaki að mála og stiginn fauk. Ég var einn á staðnum og ekkert símasamband svo ég þurfti að stökkva niður. Þetta var eins aulalegt og mögulegt var,“ segir Gísli í nýju helgarblaði Mannlífs en viðtalið má nálgast í heild sinni hér.