Í dagbók lögreglu kom fram að talsverður erill hafi verið í nótt. Tónlistarhátíðin Airwaves er nú í fullum gangi og höfðu áfengislausir bjórar auglýst komu sína á knæpur miðbæjarins og var því margt um manninn í miðborginni.
Talsvert þurfti að sinna þeim sem höfðu tapað sér í gleðinni og skutlaði lögreglan fullum heim og aðstoðaði aðra sem höfðu drukkið sig bjargarlausa.
Ölvunarakstur var töluverður og hafði lögregla hendur í hári þó nokkurra sem virtust hafa gleymt að: „Eftir einn ei aki neinn.“
Fram kemur að a.m.k. einn réttindalaus dyravörður hafi verið nappaður við störf og því rituð skýrsla.