Leikarinn ástsæli, Þorsteinn Guðmundsson, hefur heldur betur söðlað um. Hann sagði Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur, sögu sína í sjónvarpsþættinum Okkar í milli. Þorsteinn upplýsti að hann hefði fyrir rúmu ári síðan greinst með krabbamein. Eftir árangursríka meðferð langaði hann til að prófa nýjar leiðir. Úr varð að hann leiddist óvart út í nám í sálfræði. Í fyrstu tímunum sagðist hann hafa setið í öftustu röð innan um ungdóminn og verið tilbúinn til þess að segjast vera iðnaðarmaður ef einhver hefði spurt. En hann útskrifaðist og er nú starfandi sálfræðingur …