Zújar heitir bær í Granadahéraði sem er á stærð við Ísafjörð og virðist ekki beint vera fjörlegur við fyrstu sýn. En þeir Jón Sigurður og Rucio rákust á sagnamanninn Manuel, gamlan akurbónda á tíræðisaldri, sem kunni svæsnar sögur svo þorpið lifnaði aldeilis við. Þar koma fyrir morð, dauðaslys drykkjumanns, framhjáhöld og fleira.
Síðan verður rætt um söngvaskáldin argentínsku Facundo Cabral og Tyrkja Cafrune en báðir voru þessir óborganlegu menn myrtir og enn hefur hulunni ekki verið að fullu svipt af þeirri mysteríu. Svo ætla þeir að tala um lagið Ég er hvorki héðan né þaðan (No soy de Aquí, ni soy de Allá) sem er frægasta lag Cabral en það týndist í timburmönnum um hríð en skaut svo upp kollinum á nýjan leik. Facundo þessi Cabral var, rétt einsog Manuel í Zújar, sagnamaður góður og sagði venjulega nokkrar af vini sínum, og Íslandsvininum, Jorge Luis Borges, þjóðskáldi þeirra Argentínumanna.