Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason segir á Facebook-síðu sinni að „fyrir sex árum urðu kosningaúrslit í Bandaríkjunum sem ollu því að ég átti erfitt með að komast fram úr rúminu og var reyndar þunglyndur lengi eftir.
Ég man þetta vel, ég átti afmæli.“
Bætir við:
„Þetta var versta afmælisgjöf sem ég hef fengið. Nú er ég hræddur um að að hafin sé atburðarás sem muni leiða til skelfilegrar niðurstöðu. Stórveldin Rússland og Kína eru undir stjórn einræðisherra sem eru haldnir mikilmennskuæði, þaðan er einskis að vænta nema yfirgangs og harðræðis.“
Egill nefnir að „í kosningunum í Bandaríkjunum í dag er hætt við að öflum sem virða lýðræðið einskis vaxi ásmegin. Þetta er óhugnanleg framtíðarsýn. Evrópa má sín líklega ekki mikils gagnvart þessu en það er er nauðsynlegt að ríki álfunnar standi saman um frelsi, mannréttindi og lýðræði.“