Vítalía Lazareva, sem hefur ekki farið framhjá neinum undanfarið ár, stundar nú háskólanám af kappi.
Vítalía hefur mikið verið á milli tannanna á fólki síðan hún sagði frá þremenningum sem fór yfir mörk hennar í heitum potti snemma á árinu. Hefur hún nú kært mennina. Þá hefur stormasamt samband hennar við Arnar Grant einnig vakið athygli.
Það dylst ekki nokkrum manni sem fylgist með stúlkunni á Instagram að hún er ansi flink í eldhúsinu en þar er hægt að sjá afrakstur baksturs hennar í fjölmörgum myndaalbúum og ekki laust við að maður fái vatn í munninn við að þau.
Í nýlegri færslu birtir Vítalía ljósmynd og myndband úr háskólanámi sínu en hún stundar nú nám við matvælafræði (e. food science). Það er ljóst að framtíð Vítalíu er björt, kjósi hún að feta braut bakarans eða kokksins.