Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Mamma Hildar seldi bílinn til að kaupa fyrsta sellóið handa henni: „Mamma, þetta er fyrir þig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hélt hjartnæma ræðu og þakkaði mömmu sinni þegar hún tók við verðlaunum á World Soundtrack Awards um helgina.

 

Sellóleikarinn og tónskáldið Hildur Guðnadóttir var um helgina útnefnd sjónvarpstónskáld ársins á Heimshljóðrásar-verðlaunahátíðinni, World Soundtrack Awards, fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Chernobyl.

Í einlægri ræðu þakkaði hún meðal annars mömmu sinni, Ingveldi Guðrúnu Ólafsdóttur.

Í ræðunni ljóstraði Hildur því upp að mamma hennar hefði kennt henni að tónlist væri dýrmætari en allar veraldlegar eigur. Hildur sagði þá frá því að Ingveldur hafi selt bílinn sinn á sínum tíma til að kaupa fyrsta sellóið handa dóttur sinni.

„Jafnvel þó það þýddi að hún þurfti að taka strætó á milli þeirra þriggja vinnustaða sem hún vann á. Mamma, þetta er fyrir þig,“ sagði Hildur.

Ræðuna má sjá í heild sinni á Facebook-síðu World Soundtrack Awards.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -