Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Sólveig segir RÚV hata láglaunafólk: „Mér finnst fáránlegt að þau láti eins og við séum ekki til“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að RÚV, sjónvarp allra landsmanna, sé sjúkt af alvarlegri og ömurlegri stéttablindu. Sjónvarpið líti hreinlega niður á verka- og láglaunafólk í landinu og sýni launabaráttu þess 0 prósent áhuga, að mati verkalýðsforingjans.

Skoðun Sólveigar birtist í nýrri færslu hennar á Facebook þar sem hún virðist hundfúl út í RÚV fyrir að gefa Eflingu lítinn tíma í sjónvarpinu til að koma kröfum sínum að. Hún bendir á að félagið sé langstærsta verkalýðsfélag láglaunafólks í landinu.

„Sem Eflingarkonu finnst mér fáránlegt að RÚV hafi engan áhuga á kröfugerð okkar og baráttu. Mér finnst fáránlegt að hægt sé að láta eins og við séum ekki til. En þrátt fyrir að þetta sé auðvitað til háborinnar skammar er staðreyndin þó sú að á endanum skiptir það okkur í samninganefnd Eflingar engu máli,“ segir Sólveig

„Stéttablinda þeirra sem að halda að þau séu betri en við er vissulega ömurleg. Vilji þeirra til að líta fram hjá og gera lítið úr ógeðslegu arðráninu sem að við höfum þurft að þola er til skammar. En áhugaleysi þeirra segir á endanum allt um þau og ekkert um okkur. Menn geta reynt að telja sér trú um að við séum ekki til í alvöru. En sömu lögmál gilda þar og um aðra sjálfsblekkingu: Á endanum knýr raunveruleikinn að dyrum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -