Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að RÚV, sjónvarp allra landsmanna, sé sjúkt af alvarlegri og ömurlegri stéttablindu. Sjónvarpið líti hreinlega niður á verka- og láglaunafólk í landinu og sýni launabaráttu þess 0 prósent áhuga, að mati verkalýðsforingjans.
Skoðun Sólveigar birtist í nýrri færslu hennar á Facebook þar sem hún virðist hundfúl út í RÚV fyrir að gefa Eflingu lítinn tíma í sjónvarpinu til að koma kröfum sínum að. Hún bendir á að félagið sé langstærsta verkalýðsfélag láglaunafólks í landinu.
„Sem Eflingarkonu finnst mér fáránlegt að RÚV hafi engan áhuga á kröfugerð okkar og baráttu. Mér finnst fáránlegt að hægt sé að láta eins og við séum ekki til. En þrátt fyrir að þetta sé auðvitað til háborinnar skammar er staðreyndin þó sú að á endanum skiptir það okkur í samninganefnd Eflingar engu máli,“ segir Sólveig