Það er væntanlega hrollur í Þorsteini Má Baldvinssyni og öðrum þeim forsvarsmönnum Samherja sem innvinklaðir eru í mútumál félagsins í Namibíu og önnur svikamál víðar um heiminn. Þrjú ár eru síðan málið kom upp og er víðtæk rannsókn í gangi bæði hérlendis og erlendis. Í Namibíu eru meintir mútuþegar í varðhaldi en á Íslandi ganga menn lausir. Enginn þeirra þorir að mæta í yfirheyrslu til Namibíu.
Rannsókn er í fullum gangi beggja vegna hafs og er búist við tíðindum. Sakargiftir eru alvarlegar og afleiðingarnar fyrir Þorstein Má og félaga geta orðið alvarlegar ef sakir sannast.
Aðrir með stöðu sakborninga í málum Samherja eru Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, Ingólfur Pétursson, fyrrverandi fjármálastjóri Samherja í Namibíu, Arna McClure, yfirlögfræðingur Samherja, Egill Helgi Árnason, framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, Jón Óttar Ólafsson, einkaspæjari sem hefur með°l annars séð um að áreita Helga Seljan sjónvarpsmann. Jóhannes Stefánsson uppljóstrari í málinu er einnig með stöðu grunaðs manns …