Eiginkona Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra deildi umdeildri færslu á Facebook um hælisleitendur í gær.
Öll spjót hafa beinst að Dómsmálaráðuneitinu síðustu vikur vegna harkalegra aðgerða lögreglunnar gegn hælisleitendum á Íslandi en 13 voru send til Grikklands þar sem fátt bíður þeirra annað en gatan eða yfirfullar flóttamannabúðir. Virðist sem fólk skiptist í tvær fylkingar varðandi málið, þar sem önnur fylkingin vill leyfa fólki sem hingað sækir um hæli, að vera hér og auðga mannlífið á meðan hin fylkingin vill ekki hleypa fólki í neyð inn í landið, nóg sé af fólki fyrir í neyð hér á landi.
Í færslu sem Guðfinnur nokkur birti á Facebook um daginn er ljósmynd af Herberti Marínóssyni sem lengi bjó á götunni en hann lést fyrir nokkrum árum. Textinn í færslunni er eftirfarandi (óbreyttur):
„Þessi maður er um áttræt og hefur verið meira og minna á götun alla sína æfi sofið út í hvaða veðri sem er ,það er hlýra á Grikklandi .Ekki hef ég seð mótmæli á Austurelli fyrir þetta fólk,eða hávær köllu úr þingsala Alþingis ,Viðreisn Pírötum og öðrum Vinstri Gapuxum til aðstoðar þessum nú varð maður úti í Skeifunni ekki bopps frá þessu lið það æti að skammast sín ef það hefur vit til þess“
Færslan vakti úlfúð sumra en kona ein biður færslueigandann um að gefa Herberti frið:
„Leyfðu Herbert að hvíla í friði! Þú ert með áráttuhegðun Guðfinnur! Að sífellt birta mynd af löngu látnum manni.“
Þá skrifaði annar eftirfarandi athugasemd:
„..það er engin félagsþjónusta á Grikkland fyrir fólk á flótta. Það er ekki hægt að bera bara saman veðrið og láta eins og þetta sé útópía.
Halla Ragnarsdóttir, eiginkona Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra deildi færslunni í gær en í athugasemd er hún sökuð um svokallaðan „whataboutisma“:
„Þetta er ömurlegur whataboutismi. Mæli með að lesa þetta https://m.facebook.com/story.php?story_fbid=10160460127383679&id=693003678“