Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Konráð er einn af Breiðavíkurdrengjunum: „Með hanska á hendinni fóru þeir inn í öll göt líkamans“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Konráð Ragnarsson segir frá því á Facebook-síðu sinni að „þessa handökubeiðni fékk ég fyrir nokkrum dögum, vegna þess að ég gat ekki borgað umferðlagasekt (hundrað þúsund.) og var refsingin var 8 dagar í fangelsinu að Hólmsheiði.“

Konráð var einn af þeim ólánsömu drengjum sem gert var að dvelja í Breiðuvík ásínumtíma; var þar beittur miklu harðræði og ranglæti. Konráð er frábær ljósmyndari sem hlotið hefur fjölda viðurkenninga fyrir myndir sínar um víða veröld. Hann hefur glímt við alvarleg veikindi í fjölmörg ár og segir að þessi tíðindi bæti ekki ástand sitt:

„Ekki það besta að hafa yfir sér í mínum veikindum. Hvað er að kerfinu hérna? Vera að elta og fangelsa menn sem geta ekki borgað umferðalagasekt???

Ég hélt að þeir væru í vandræðum með klefa handa „alvöruglæpamönnum“?

Ég fyrirlít svona fasista mannréttindabrot. Heldur ekki í fyrsta skipti sem svona fasistaaðgerð er beitt gegn mér. Sat á Litla Hrauni í viku fyrir 20 þúsund króna umferðalagasekt. Sat inni með verstu glæpamðnnum þess tíma. Var treataður sem glæpamaður af fangavörðum. Niðurlægður þar sem ég var látinn vera nakinn meðan þeir leituðu á mér, með hanska á hendinni fóru þeir inn i öll göt líkamans.“

Hann bætir við:

- Auglýsing -

„Síðan leiddur gegnum sameiginlega aðstöðu til að sýna mér klefann minn. Ég var með þetta stóra sár á fætinum sem olli mér miklum kvölum. Þeir tóku öll verkjalyf af mér, og ég bað um að hitta lækni. Þeir höfðu engan áhuga að verða við ósk minni, töldu líklega að ég myndi lifa þetta af þar sem ég átti „bara“ vera þarna í viku. En svo að allir viti þá reddaði ég láni fyrir þessu; vil ekki hafa þetta hangandi yfir mér eins og risastóra svörtu leðublöku. Á bara eftir að heimsækja Blöndósi á næsta ári þegar sumarið er komið og mála bæinn rauðan………og bæjastjórann bleikan…..og sýslumanninn gulan…….og ……………………“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -