Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Svona telur Illugi að tekið verði á bankaskýrslunni: „Ég er strax komin með ógleði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Rithöfundinn Illugi Jökulsson virðist ekkert sérstaklega bjartsýnn á það að nýútkomin skýrsla Ríkisendursskoðunar um söluna á Íslandsbanki komi til með að skila einhverju. Raunar virðist hann handviss um að skýrslan muni engu breyta og spáir því að svona verði viðbrögð forystufólks stjórnarflokkanna:
„Skýrslan um Íslandsbankasöluna verður birt á morgun. Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi munu segja í einum kór: „Við þurfum öll að læra af þessu.“ Svo verður skipaður starfshópur um verklagsreglur. Ókei, búið.“
Þetta skrifar Illugi á Facebook og fær mikið lof fyrir spádómsgáfu sína. Glúmur Baldvinsson er einn þeirra sem telur þetta hárrétt hjá rithöfudinum. „Og svo skipa þeir nefnd til að skipa nefnd til að álykta um skýrsluna og síðasta nefndin mun komast að niðurstöðu þegar ríkissaksóknari mun skila bráðabirgðaályktun um Samherjamálið. Svo við eigum von á niðurstöðu í báðum málum sirka 2052 þegar allir málsaðilar verða löngu dauðir,“ segir hann.

Ásthildur nokkur tekur í sama streng. „Ég er svo hrædd um að þetta verði nákvæmlega svona og er strax komin með ógleði. Frasinn „við verðum ÖLL að læra af þessu“ gerir mig alltaf þunglynda og önuga, segir Ásthildur. Og Ásmundur Helgason útgefandi er líka viss um hvað tekur við næstu daga. „Og svo á miðvikudaginn verður Brynjar mjög reiður hér á facebook yfir fáránlegri umfjöllun Rúv um málið og hve góða fólkið er vitlaust og skilji hreinlega ekki málið,“ segir Ásmundur. 

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur nú þegar tjáð sig um skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka. Hann segist ekki sjá neinar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot í skýrslunni og að farið verði vandlega verði farið yfir þær ábendingar sem finna má í skýrslunni.

„Staðreyndin er sú að það eru ekki neinar vísbendingar um alvarleg brot, lögbrot, í þessari skýrslu. Svo sannarlega ekki hjá fjármálaráðuneytinu. Síðan eru að öðru leyti bara margvíslegar ábendingar um það sem betur hefði mátt fara,“ sagði Bjarni í samtali við Vísi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -