Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Bóndinn á Nýjabæ loks vörslusviptur: „146 nautgripir losna úr prísund sinni!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dýravinir í Borgarnesi með Steinunni Árnadóttur í fararbroddi, fagna nú sigri eftir að hafa barist sleitulaust gegn dýraníð bóndans á Nýjabæ í Bæjarsveit í Borgarfirði og seinagangi MAST í málinu.

Steinunn Árnadóttir, organisti, hestakona og dýravinur hefur í nokkra mánuði verið óþreytandi í baráttu sinni gegn illri meðferð hesta og nautgripa á bænum Nýjabæ í Bæjarsveit í Borgarfirði, síðustu mánuði. Hefur hún birt ljósmyndir af horuðum hrossum og illa förnum nautgripum, á Facebook og farið í nokkur viðtöl í fjölmiðlum til að vekja athygli á málinu. Þá hefur hún reynt hvað hún getur til að ná athygli Matvælastofnunar og Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra.

Steinunn Árnadóttir
Ljósmynd: Aðsend

Í gær birtust lögreglubílar á hlað bóndast á Nýjabæ en MAST stjórnaði aðgerðum. Var bóndinn vörslusviptur í kjölfarið. Steinunn fagnaði á Facebook með ljósmynd af lögreglubílum og eftirfarandi texta:

„Og þá hefjast aðgerðir!
146 nautgripir losna úr prísund sinni!
Margra ára innilokun er lokið!
29 nautgripir þurfa ekki lengur að berjast við að halda lífi í kulda og vosbúð!“

Fjölmargir þökkuð Steinunni fyrir gott starf í þágu dýranna í athugasemdum við færslu hennar.

Anna er ein af þeim: „Aðkoma þín Steinunn Árnadóttir í þessu máli er einstök en sérstaklega vil ég nefna í því sambandi úthald þitt það að gefast ekki upp þó mikið hafi gengið á. Takk“

- Auglýsing -

Hákon nokkur einnig: „Þvílík þrautaganga fyrir blessaðar skepnurnar. Hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir að svona dýraníð viðgangist? Steinunn á lof skilið fyrir framgöngu sína í þessu máli.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -