Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, er fjúkandi reiður vegna framgöngu Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, umsjónarmanns Kastljóss, sem sakaði frænda hans, Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um lygar.
Uppákoman varð í Kastljósi þar sem Bjarni bar einn mættur til að svara fyrir skýrslu Ríkisendurskoðunar. Sigríður Dögg upplýsti upp úr þurru að Bjarni hefði krafist þess að vera einn í þættinum. Bjarni sagði það vera ósatt. Aðstoðarmaður hans tekur undir með honum.
Björn fer mikinn í pistli á heimasíðu sinni og telur að Sigríður Dögg standi í makki við Kristrúnu Frostadóttur. formann Samfylkingar, um að halda þessu fram. Nú blasir við að annaðhvort er það ráðherrann sem lýgur eða spyrillinn. Hvor sem niðurstaðan er telst vera alvarlegt og eðlilegt að almenningur fái að vita hvernig liggur í málinu …