Föstudagur 28. febrúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Gylfi: „Fá­rán­legt að banna vön­um göngu­mönn­um og hóp­um að fara á Kirkju­fellið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gylfi Arn­björns­son er formaður stjórn­ar Ferðafé­lags­ins Útivist­ar. Hann hafði þetta að segja í samtali við mbl.is um bann land­eig­enda við Kirkju­fell á allri um­ferð um fjallið fram til 15. júní á næsta ári.

„Við skilj­um al­veg þessa stöðu sem land­eig­end­ur eru í þarna, en telj­um það jafn­framt ekki þeirra að meta aðstæður og hvað þá að banna alla um­ferð um fjallið.“

Gylfi Arnbjörnsson.

Í októ­ber­ varð bana­slys á fjall­inu, sem varð til þess að land­eig­end­ur tóku ákvörðun um bannið til að sporna við frek­ari slys­um á fjall­inu fræga og vinsæla; ekki síst hjá er­lend­um ferðamönn­um.

Ferðafé­lagið Útivist sendi frá sér álykt­un vegna máls­ins; þar kem­ur fram að skiln­ing­ur sé á áhyggj­um land­eig­enda vegna slysa á fjall­inu; og deginum ljósara að það þurfi að grípa til ein­hverra aðgerða.

En þó er ekki litið á það sem endanlega lausn að banna um­ferð á fjall­inu; stjórn Útivist­ar vill einnig minna á al­manna­rétt­inn sem fjallað er um í nátt­úru­vernd­ar­lög­um:

„Ég ef­ast um að þetta bann stand­ist lög,“ seg­ir Gylfi og bætir við að Það sé alveg ljóst að eng­inn sé að fara að fylgja þessu banni eft­ir; Gylfi tel­ur skyn­sam­legra að veita auknu fjár­magni í aðgeng­is­mál sem og ör­ygg­is­mál, frekar en að banna vel búnu og þaul­reyndu fólki að fara á Kirkju­fellið.

- Auglýsing -

„Síðan er það fá­rán­legt að banna vön­um göngu­mönn­um og hóp­um að fara á Kirkju­fellið og ekk­ert hægt að bera það sam­an við óvana göngu­menn og illa búna. Það er áskor­un sem við stönd­um frammi fyr­ir með þess­ari miklu upp­bygg­ingu í ferðaþjón­ustu á land­inu. Það þurfa að vera meiri upp­lýs­ing­ar um hvar hætt­urn­ar leyn­ast sem er víða, og ekki bara á Kirkju­fell­inu og í Reyn­is­fjöru og það er ekk­ert endi­lega á færi ein­stakra land­eig­enda að leysa það.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -