Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.9 C
Reykjavik

Björn fengið nóg af siðleysi Bjarna: „Þjóðin er orðin þreytt þessum línudansi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samfélagsrýnirinn úr Grindavík, Björn Birgisson, sem hefur látið hina ýmsu ráðamenn og pólitíkusa fá það óþvegið með harðorðum pistlum á Facebook, hraunar yfir fjármálaráðherrann okkar, Bjarna Benediktsson, í nýjasta pistli sínum. Hann segir ráðherrann einfaldlega siðlausan.

„Bjarni er svoleiðis. Hann ratar stöðugt í fréttir vegna þess að hann rambar sífellt á mörkum þess sem má og þess sem er bannað með lögum,“ segir Björn sem hefur fengið nóg af Bjarna og skandölunum sem honum iðulega fylgja. 

Eins og frægt er orðið hefur Ríkisendurskoðun gert alvarlega athugasemdir við söluna á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka á árinu. Fram til þessa hefur Bankasýslan fengið mestu skammirnar en allt heyrir söluferlið hins vegar undir ráðuneyti Bjarna. Og Björn segir greinilegt að Bjarni hafi undirbúið sig vel undir vörn sína og tönnlist iðulega á sömu setningunni:

„Engin lög brotin! Engin lög brotin! Engin lög brotin! Engin lög brotin! Engin lög brotin! Engin lög brotin! Þetta margtyggur Bjarni Benediktsson vegna bankasölunnar.

Það er líklega nokkuð rétt hjá honum. En söluferlinu voru settar ýmsar reglur, til dæmis rúmaðist faðir hans ekki innan þeirra, en það var ekki skrifað í nein lög. Sumt er löglegt, en algjörlega siðlaust. Bjarni er svoleiðis. Hann ratar stöðugt í fréttir vegna þess að hann rambar sífellt á mörkum þess sem má og þess sem er bannað með lögum. Hann hefur til dæmis ekki sagt eitt styggðaryrði um mútumál Samherja því þeir eru hans menn og hugsa á sömu nótum.
Hann var augljóslega vel undirbúinn þegar skýrslan loksins kom fyrir sjónir almennings.
Hann vissi um allar reglurnar sem höfðu verið sveigðar og beygðar til að „rétta fólkið“ eignaðist hlut í bankanum. Hann vissi að strangt til tekið voru engin lög beinlínis brotin. Þar liggur vörnin hans.
Engin lög brotin!
Engin lög brotin!
Engin lög brotin!
Þetta margtyggur hann við hvert tækifæri sem gefst. Þjóðin er orðin þreytt þessum línudansi Bjarna Benediktssonar á landamærum laga og siðleysis. Meira að segja er hátt í helmingur hans flokksmanna orðinn þreyttur á þessu háttarlagi. Tími hans er liðinn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -