Samkvæmt ruv.is þá hefur héraðssaksóknari ákært þrjár konur – sem eru allar með brasilískt ríkisfang – fyrir fíkniefnalagabrot af stærri gerðinni.
Konunum þremur er er gefið að sök að hafa staðið saman að innflutningi á um það bil 1,8 kílóum af kókaíni með flugi frá höfuðborg Frakklands, París, til Íslands í byrjun septembermánaðar.
Kemur fram í ákærunni að kókaínið hafi verið mjög hreint, eitthvað um 88 til 89 prósent að styrkleika; segir einnig að konurnar hafi falið efnið innvortis í meira en 200 pakkningum.
Mun málið verða þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á næstu misserum.