Prakkarastrik fór úr böndunum í gærkvöldi þegar krakkar kveiktu eld í ruslafötu við trébekk. Atvikið átti sér stað við Álftamýrarskóla en íbúar í hverfinu komu með vatn í fötu og slökktu eldinn að mestu. Slökkviliðið mætti á svæðið skömmu síðar og kláraði verkið. Lögreglu bárust tvær tilkynningar vegna þjófnaðar úr verslunum í gærkvöldi. Fyrst var kona stöðvuð með vörur þegar hún var að yfirgefa verslunina. Starfsmaður þekkti konuna og sagði þetta gerast ítrekað.
Síðar um kvöldið var ungur maður stöðvaður í verslun í miðbænum. Sá var aðeins sautján ára gamall svo að málið var unnið með forráðamanni. Brotist var inn í fyrirtæki í hverfi 108. Lögregla var fljót á staðinn og handtók innbrotsþjófinn á vettvangi. Í Breiðholti sinnti lögregla umferðareftirliti og stöðvaði meðal annars ökumann með útrunnin ökuréttindi. Víða um borgina voru ökumenn stöðvaðir vegna gruns um aktur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.